Gluggaþvottur á Suðurlandi
Krafthreinsun sérhæfir sig í gluggaþvotti í Hveragerði, Árborg og Ölfusi, hvort heldur er að utan eða innan og hefur til þess búnað í fremstu röð frá heimsþekktum framleiðendum.
Krafthreinsun sérhæfir sig í gluggaþvotti í Hveragerði, Árborg og Ölfusi, hvort heldur er að utan eða innan og hefur til þess búnað í fremstu röð frá heimsþekktum framleiðendum.
Krafthreinsun einsetur sér að hafa fagmennsku, þjónustulund og hagstætt verð að leiðarljósi við verk sín og að koma til móts við þarfir viðskiptavina eins og kostur er.
Engin þörf er á því að viðskiptavinur sé heima þegar um utandyra gluggaþvott er að ræða þar sem ég kem með allt með mér á staðinn, vatn þar með talið. Til gluggaþvottar að utanverðu notast ég við hreinsað vatn gegnum sérstakan gluggaþvottakúst með útdraganlegu skafti sem nær upp í allt að 9m hæð. Að innan þvæ ég glerið með hefðbundnum hætti með moppu og sköfu upp í allt að 5m hæð.
Bæði er boðið upp á gluggaþvott þar sem viðskiptavinir hafa samband eftir þörfum sem og áskriftir með fyrirfram ákveðinni tíðni þvotta. Áskriftir eru vinsælar á stöðum þar sem snyrtimennska skyldi vera í fyrirrúmi svo sem á veitingastöðum, verslunum, stofum og stofnunum en að sjálfsögðu einnig í boði fyrir heimili. Enn hagstæðari verð fást með áskriftum en afslátturinn eykst með aukinni tíðni.
Error: API requests are being delayed. New posts will not be retrieved for at least 5 minutes.
Gluggar og gler eru dýr viðhaldsliður húsa en fátt eykur endingartímann betur en að halda þeim hreinum.
Það er til lítils að búa við fallegt útsýni ef óhreinindi spilla því. Njóttu þess til fullnustu gegnum hreina glugga.
Glansandi gler vekur eftirtekt og undirstrikar hreinlæti sem jafnframt eykur vellíðan í rýmum, fólki til yndisauka.
Gluggaþvottur tekur tíma, sérstaklega ef fólk á ekki réttu verkfærin. Nýttu tímann þinn að vild og fáðu heldur fagmann í verkið.
Hreinsað vatn er best til gluggaþvottar en þá eru öll snefilefni síuð úr vatninu sem annars mynda tauma og dropaför við þornun.
Snyrtilegar eignir seljast bæði hraðar og fyrir hærra verð og fátt undirstrikar snyrtilega eign betur en hreinir gluggar.